Nýjustu færslur

Strandferðaskip og umferðaröryggi

 
Að undanförnu hefur verið mikil umræða um umferðaröryggismál. Í flestum tilvikum hefur þessi umræða verið málefnaleg og tengd því mikla átaki sem umferðaröryggisáætlun Samgönguáætlunar felur í sér. Síðustu daga hefur blandast inn í málið umræða um strandsiglingar. Þar hefur brugðið fyrir misskilningi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Jafnvel þingmenn skrifa um strandferðarskipin með söknuð í huga og minnast siglingar Esjunnar milli hafna færandi póst og varning á kostnað skattgreiðanda. Vegna þessarar furðulegu umræðu vil ég rifja upp nokkrar staðreyndir um strandsiglingar og flutninga um vegakerfið.

1 60 61 62 63 64 172