Álit nefndar vegna trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar

InngangurHinn 4. janúar 2002 skipaði samgönguráðuneytið nefnd sem fara skyldi yfir embættisfærslur Þengils Oddssonar, yfirlæknis heilbrigðisskorar Flugmálastjórnar Íslands, vegna útgáfu heilbrigðisvottorðs flugstjórans Á…. Í nefndina voru skipaðir Andri Árnason hrl., formaður, Gestur Jónsson hrl., Sigurður Guðmundsson, landlæknir og Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Hinn 25. janúar sl. var Ragnhildur Hjaltadóttir leyst undan nefndarsetu að eigin ósk.

Yfir 300 manns á fundi um samgöngumál

Á fjórða hundrað manns sótti opinn fund í Hölolinni í Vestmannaeyjum um samgöngumál sem samgönguráðherra boðaði til í gær, föstudag. Yfirskrift fundarins var “samgöngur við Vestmannaeyjar á nýrri öld”.

Samgönguáætlun 2003-2014

Stýrihópur, sem samgönguráðherra skipaði til að vinna að samgönguáætlun fyrir tímabilið 2003-2014, hefur skilað ráðherra tillögu sinni.Þar er í fyrsta sinn litið heildstætt á alla þrjá samgöngumáta landsmanna, þ.e. flug, siglingar og landsamgöngur, og fjallað um möguleika sem samspil þeirra býður upp til lengri tíma. Einnig er í fyrsta skipti skilgreint grunnnet samgangna sem tekur til vegakerfis, flugs og siglinga. Grunnnetið er mikilvægasti og umferðamesti hluti samgöngukerfisins og þjónar landsmönnum öllum.