Álit nefndar vegna trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar
InngangurHinn 4. janúar 2002 skipaði samgönguráðuneytið nefnd sem fara skyldi yfir embættisfærslur Þengils Oddssonar, yfirlæknis heilbrigðisskorar Flugmálastjórnar Íslands, vegna útgáfu heilbrigðisvottorðs flugstjórans Á…. Í nefndina voru skipaðir Andri Árnason hrl., formaður, Gestur Jónsson hrl., Sigurður Guðmundsson, landlæknir og Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Hinn 25. janúar sl. var Ragnhildur Hjaltadóttir leyst undan nefndarsetu að eigin ósk.