Sumardvali…

Líkt og gestir hér á Sturla.is hafa væntanlega tekið eftir, hefur vefurinn verið í hálfgerðum dvala að undanförnu. Lesendum Sturlu.is tilkynnist hér með að dvalanum er lokið.

Innanlandsflug í vanda

Ákvörðun Flugfélags Íslands um að hætta flugi til Hafnar og Vestmannaeyja hefur hrundið af stað miklum umræðum um innanlandsflugið. Afkoma í fluginu hefur verið slæm og ekki hægt að ætlast til þess að eigendur Flugfélags Íslands haldi úti rekstri sem félagið verður að greiða með. Slíkt gengur ekki og því er eðlilegt að reksturinn verði stokkaður upp og þeirra leiða leitað sem tryggja afkomu félgsins og þjónustu flugsins til lengri tíma. Sem betur fer eru fleiri flugfélög starfrækt þó umsvif þeirra séu minni. Því má búast við því að önnur flugfélög hasli sér völl á flugleiðunum til Hafnar og Vestmannaeyja.

Bréf forseta ICAO og skýrsla kynnt

Samgönguráðherra boðaði fyrr í dag til blaðamannafundar þar sem bréf og skýrsla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ICAO til ráðherra vegna úttektar í kjölfar flugslyssins í Skerjafirði var kynnt.

Sturla.is uppfærður í gegnum GPRS samband

Vefur fjarskiptaráðherra fylgir tækninni sem frekast er unnt. Vefstjóri Sturla.is hefur fengið til reynslu GPRS síma frá Tali hf. og er þessi frétt skrifuð á fartölvu og send inn á vefinn með GPRS síma. Þessi tækni gerir vefstjóra í raun kleift að uppfæra vefinn hvaðan sem er – hvenær sem er.