Forseti Alþingis eignast alnafna

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, eignaðist afadreng og alnafna, 26. mars sl. Sturla Böðvarsson yngri er sonur Böðvars Sturlusonar og Guðrúnar Tinnu Ólafsdóttur.  Vóg hann 3550 grömm við fæðingu og var 53,5 cm langur.

Umræður um jarðgöng

Greinin birtist í Morgunblaðinu 6. mars 2008.
Sturla Böðvarsson skrifar um samgönguáætlanir:
„Þingmenn Norðausturkjördæmis ættu allra þingmanna síst að kvarta undan því að ekki hafi verið hugsað fyrir jarðgangagerð í þeim landshluta.“  
Það getur stundum verið erfitt að sitja á forsetastóli Alþingis og hlusta á umræður, án þess að eiga þess kost að bregðast við því sem til umræðu er hverju sinni. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma mánudaginn 3. mars sl. bar varaþingmaður Framsóknarflokksins úr Norðausturkjördæmi upp fyrirspurn til samgönguráðherra. Þingmaðurinn spurðist fyrir um jarðgangagerð á Austurlandi. Mátti ætla af málflutningi að í þeim landshluta hafi nánast ekkert verið gert og ekkert hafi staðið til að gera í nánustu framtíð. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp nokkrar staðreyndir.

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hefur opnað nýja heimasíðu

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi opnað þann 29. febrúar síðastliðinn, nýja heimasíðu. Á síðunni er að finna upplýsingar um starfsemi Sjáfstæðisflokksins í kjördæminu, helstu stefnumál hans, greinar og fréttir. Slóð síðunnar er www.nordvesturland.is

Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í síma 849-7773. 

 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, (frá vinstri) Herdís Þórðardóttir, Einar Kristinn Guðfinnsson og Sturla Böðvarsson, ásamt framkvæmdastjóra kjördæmisráðs flokksins í Norðvesturkjördæmi, Brynhildi Einarsdóttur að opna síðuna við hátíðlega athöfn á Hótel Hamri í Borgarnesi. 

Forseti Alþingis flytur ávarp um ferðamál

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, var einn þriggja frummælenda á vetrarhátíðinni „Ljósið í Myrkrinu“, sem haldin var í landnámssetrinu í Borgarnesi í fyrsta sinn, laugardaginn 14. febrúar 2008.  Að vetrarhátíðinni stóð „All Senses“ hópurinn, sem er samstarfsvettvangur ferðaþjónustufyrirtækja á Vesturlandi sem vinna saman að því að kynna svæðið sem áfangastað ferðamanna.