Mosfellsbær í kvöld

Ráðherra talar í kvöld á opnum fundi sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ um samgöngumál. Einnig verða á fundinum nokkrir þingmenn kjördæmisins og umdæmisstjóri vegagerðarinnar á Reykjanesi. Flutt verða framsöguerindi og svarað fyrirspurnum úr sal.

Lesa meira

…úr dagbók ráðherra

Í dagbók ráðherra í dag er m.a. aðalfundur Seðlabanka Íslands og í kvöld fundur í Borgarnesi í kjördæmisráði Sjálfstæðisfélaganna á Vesturlandi.

Lesa meira

Fundir á Höfn og í Valhöll

Síðasta færsla hér á síðunni segir frá fundi á Höfn í Hornafirði. Sá fundur var mjög vel sóttur, en um 90 manns mættu á Hótel Höfn. Þá var í gær haldinn í Valhöll fundur á vegum borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna um samgöngumál í Reykjavík.

Lesa meira

Hornfirðingar heimsóttir

Samgönguráðherra kom til Hafnar í Hornafirði nú í morgun í vetrarveðri. Á dagskrá dagsins eru heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir, en í kvöld verður almennur fundur á Hótel Höfn.

Lesa meira