Undirbúningur að sölu Landssímans hafinn

Samgönguráðherra hefur sent framkvæmdanefnd um einkavæðingu bréf í framhaldi af því að hinn 22. febrúar 2000 kynnti ráðherra fyrir ríkisstjórn minnisblað um undirbúning að sölu hlutafjár í Landssíma Íslands hf. Efni bréfisins fer hér á eftir.

Lesa meira

Hornfirðingar – fundarboð!

Samgönguráðherra verður á ferð í Hornafjarðarbæ á fimmtudaginn kemur, 23. mars. Boðað er til almenns fundar um málefni samgönguráðuneytisins á Hótel Höfn um kvöldið kl. 20.30. Fundinum verður skipt í tvennt. Fyrst mun ráðherra fara yfir helstu málaflokka ráðuneytisins og verkefni sem unnið er að, en síðan verða almennar umræður. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.

Lesa meira

Fundur með sjálfstæðismönnum í Kópavogi

Samgönguráðherra talaði í morgun, ásamt Gunnari Birgissyni, á opnum fundi um samgöngumál, sem Sjálfstæðisfélag Kópavogs gekkst fyrir. Fundurinn var vel sóttur og voru samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu rædd fram og aftur.

Lesa meira