Heimsókn að Ferjukoti við Hvítá

Sturla Böðvarsson ráðherra ferðamála fer víða um kjördæmið og gefst þá gjarnan tækifæri á að skoða sig um og líta á möguleika ferðaþjónustunnar í landinu. Í dag heimsóttu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Einar Oddur Kristjánsson formaður ferðamálaráðs og fulltrúar samgönguráðuneytisins heimilisfólkið í Ferjukoti við Hvítá í Borgarfirði. Í Ferjukoti eru einstakar minjar um laxveiðar sem voru stundaðar sem hefur verið stundaður sem stór atvinnuvegur í gegnum tíðina við Hvítá. Veðrið lék við gesti og heimafólk í Borgarfirðinum í dag eins og myndirnar bera með sér.

Skýrsla Umferðarstofu um umferðarslys árið 2006 komin út

Skýrsla Umferðarstofu um umferðarslys á síðasta ári var kynnt á blaða-mannafundi í dag. Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra sagði við það tækifæri að slysin á síðasta ári hefðu verið of mörg og ekki í samræmi við markmið umferðar-öryggisáætlunar um fækkun slysa. Í fyrra lést 31 í 28 slysum en árið 2005 létust 19 manns í 16 slysum. Í fyrra slösuðust 153 alvarlega en þeir voru 129 árið 2005. Tvöfalt fleiri karlar en konur slösuðust í fyrra.

Helstu verkefni samgönguráðherra á árunum 2003-2007

Í samantekt á verkefnum samgönguráðuneytisins á yfirstandandi kjörtímabili er getið um helstu fjárframlög, mál sem unnin hafa verið á hverju sviði samgöngumála og drepið á nokkrum verkefnum sem framundan eru. Til framkvæmda og uppbyggingar í samgöngukerfinu samkvæmt samgönguáætlun, sem unnið var eftir, runnu alls kringum 55 milljarðar króna á kjörtímabilinu.

Unnið verður eftir fjögurra ára samgönguáætlun

Engin truflun á framkvæmdum í samgöngumálum næstu árin
Samgönguáætlanir fyrir árin 2007 til 2010 og 2007 til 2018 voru til umfjöllunar á síðustu starfsdögum Alþingis. Fjögurra ára áætlunin var samþykkt en tólf ára áætlunin var ekki afgreidd eins og gerðist með nokkur önnur frumvörp ríkisstjórnarinnar.