Framlagningu samgönguáætlunar fagnað
Það var gaman að sjá forsíðu Bæjarins besta á Ísafirði þar sem þau Grímur Atlason bæjarstjóri í Bolungarvík, Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, Birna Lárusdóttir og Soffía Vagnsdóttir, fögnuðu ákvörðun samgönguráðerra um Bolungarvíkurgöng. Sameiginleg ályktun sveitarstjórnanna var mikið ánægjuefni. Hér birtist myndin sem áður birtist á BB.
Sturla Böðvarsson var á ferðinni um Vestfirði og Vesturland á mánudag og þriðjudag. Flogið var í fallegu veðri á mánudagsmorgun eins og myndin staðfestir. Á mánudagskvöld var opinn fundur á Patreksfirði þar sem rúmlega 80 manns mættu til fundar um samgöngu- og fjarskiptamál. Umræður á fundinum voru líflegar og skemmtilegar. Daginn eftir lá leiðin eftir Barðarströndinni og í Búðardal þar sem samskonar fundur var haldinn. Ríflega 70 íbúar mættu til fundarins þar sem umræður voru ekki síður líflegar. Á myndasíðunni má finna fjölbreyttar myndir úr ferðinni.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var í dag viðtaddur hádegisverð Menntaskólans í Kópavogi sem markar upphaf Food and fun keppninnar. Samgönguráðherra býður til hádegisverðarins en nemendur sjá um að framreiða matinn og fá tækifæri til að sýna aðstandendum hátíðarinnar það besta í faginu. Við hádegisverðinn er keppendum úthlutað aðstoðarmönnum úr röðum nemenda í matreiðslu sem augljóslega eru ánægðir með sitt hlutverk. Þetta er í sjötta sinn sem hádegisverðurinn er haldinn en hef er orðin fyrir því að samgönguráðherra bjóði til hádegisverðarins.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti styrki fyrir hönd menningarráðs Vesturlands í Byggðasafninu Görðum á Akranesi í gær. Menningarráð samþykkti að úthluta ræplega 22,8 milljónum króna til 62 verkefna en umsóknirnar voru 102. Þjóðlagasveit tónlistarskólans á Akranesi flutti nokkur lög og Akraneskaupstaður bauð upp á veitingar. Ræðu sem ráðherra flutti við athöfnina má sjá hér fyrir neðan.
Miðvikudaginn 22. febrúar hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opinn fund um fjarskipta- og samgöngumál á veitingahúsinu Fimm fiskum í Stykkishólmi. Þrátt fyrir leiðinda veður var húsfylli þar sem skipst var á skoðunum um samgöngumál. Ýmsar hugmyndir voru ræddar m.a. um lestarsamgöngur og háhraðatengingar. Greinilegt var að fundarmenn voru mjög vel inni í málefnum fundarins. Fundurinn var í alla staði skemmtilegur og líflegur.