Undirbúingur hafinn

Laugardaginn 20. janúar hittist framboðslisti sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi á kröftugum undirbúningsfundi á Akranesi. Fundurinn var haldinn í Safnaskálanum þar sem farið var yfir stöðu mála og lagður grunnur að mótun kosningabaráttunnar í vor. Ljóst var á stemningunni í hópnum að þar fer kröftugur hópur sem tilbúinn er að leggja dag við nótt við vinnu í þágu kjördæmisins.  

Brýnt að vinna hratt og vel að nýjum sæstreng

Frá fundi um tengingar Íslands við umheiminn

Engar bylgjur ekkert samband var yfirskrift fundar sem Skýrslutæknifélag Ísland (Ský) stóð fyrir í hádeginu í dag. Var þar meðal annars rætt um nýjan sæstreng, áhrif sambandsrofa í millilandasamskiptum, hagsmuni fjármálageirans og fleira. Fundinn sóttu liðlega 70 manns. 

Samgönguráðherra hjá Arctic Trucks

Sturla Böðvarsson heimsótti fyrirtækið Arctic Trucks í Reykjavík nýverið. Fyrirtækið er bæði sölu- og framleiðslufyrirtæki, það sérhæfir sig í þjónustu við jeppaeigendur með sölu á jeppum og fylgihlutum og annast breytingar og upphækkanir. Einnig býður Arctic Trucks uppá námskeið fyrir jeppaeigendur í meðferð jeppa og ferðamennsku.
 

Lokið við GSM-farsímanetið á Hringveginum

Farskiptasjóður og Síminn hf. skrifuðu í dag, 12. janúar, undir samkomulag um að Síminn taki að sér verkefni við uppbyggingu GSM-farsímanetsins. Þrjú tilboð bárust í lokuðu útboði að undangengnu forvali, tvö frá Símanum hf., annað uppá 598 milljónir króna og frávikstilboð uppá 535 milljónir, og eitt frá Og fjarskiptum ehf. uppá 669 milljónir.