Um 80 manns á fundi samgönguráðherra á Hólmavík
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra boðaði til fundar um samgöngu og fjarskiptamál á Café Riis á Hólmavík í gærkvöld, miðvikudagskvöldið 10. janúar. Um áttatíu manns mættu til fundarins sem hófst á því að ráðherra fór yfir umræðuna í samfélaginu að undanförnu og undirstrikaði mikilvægi þess að traustir stjórnmálamenn létu ekki hrekjast undan vindi í glórulítilli umræðu heldur sýni styrk sinn í verkum sínum.