Um 80 manns á fundi samgönguráðherra á Hólmavík

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra boðaði til fundar um samgöngu og fjarskiptamál á Café Riis á Hólmavík í gærkvöld, miðvikudagskvöldið 10. janúar. Um áttatíu manns mættu til fundarins sem hófst á því að ráðherra fór yfir umræðuna í samfélaginu að undanförnu og undirstrikaði mikilvægi þess að traustir stjórnmálamenn létu ekki hrekjast undan vindi í glórulítilli umræðu heldur sýni styrk sinn í verkum sínum.
 

Ísland aðili að undirbúningi fyrir sjálfvirka neyðarhringingu

Ísland hefur gerst formlegur aðili að undirbúningi á vegum Evrópusambandsins að því að koma á sjálfvirkri hringingu úr bílum eftir neyðarhjálp ef til slyss kemur. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirritaði í gær í Brussel viljayfirlýsingu ESB um málið en nokkur aðildarríki ESB og samstarfsríki hafa undirritað slíka yfirlýsingu.
 

Mikilvægt að bregðast strax við með aðgerðum

Alþingi hefur að tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra samþykkt sérstaka fjárveitingu í fjáraukalögum til umferðaröryggisaðgerða á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Af því tilefni var í dag haldinn fundur í samgönguráðuneytinu um umferðaröryggismál og framkvæmdir og voru málin voru rædd frá ýmsum hliðum.
 

Samgönguráðherra vísar orðum Kristins H. Gunnarssonar á bug

Í síðustu viku birtist á vef Bæjarins besta pistill frá Kristni H. Gunnarssyni þingmanni þar sem hann furðar sig á forgangsröðun verkefna í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þar er til að mynda lagt til að fresta framkvæmdum við vegabætur á Vestfjörðum.

Ofsaakstur vaxandi vandamál – frá umræðum á Alþingi

Tekið hafa gildi tvær nýjar reglugerðir þar sem hert er á viðurlögum gegn ýmsum umferðarlagabrotum. Þá er til meðferðar Alþingis lagafrumvarp vegna breytinga á umferðarlögum sem meðal annars miða að því að takmarka réttindi ungra ökumanna meðan þeir hafa bráðabirgðaskírteini.