Bændablaðið ræðir háhraðanetið

Bændablaðið gerir háhraðanetið og fjarskiptaþjónustu að umtalsefni í leiðara sínum. Rakið er hvernig Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hélt á útmánuðum yfir 20 fundi vítt og breitt um landið til að kynna fjarskiptaáætlunina.
 

Undirbúa ökugerði á Akranesi

Ökukennarafélag Íslands og Akraneskaupstaður undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um formlegt samstarf til að undirbúa stofnun fyrirtækis sem á að sjá um rekstur sérhannaðs ökukennslusvæðis, ökugerðis.