Skráning á afli aðalvéla skipa

Samgönguráðuneytið setti nýlega reglugerð um eftirlit og skráningu á afli aðalvéla íslenskra skipa, nr. 610/2003. Fjallað er um reglugerðina og tilefni að setningu hennar á heimasíðu Siglingastofnunar.

Bæringsstofa í Grundarfirði

Þann 25. júlí síðastliðinn var Bæringsstofa í Grundarfirði formlega opnuð af samgönguráðherra. Við það tækifæri var sett af stað myndasýning með ljósmyndum Bærings Cecilssonar, ljósmyndara í Grundarfirði úr bæjarlífinu í Grundarfirði og mannlífi á Snæfellsnesi.

Heimsókn ráðherra til Kaupmannahafnar

Samgönguráðherra dvaldi í Kaupmannahöfn dagana 18-21 júlí, þar sem hann fundaði með aðilum í ferðaþjónustu. Með honum í för var Magnús Oddsson ferðamálastjóri.

Nýja ferjuhöfnin á Seyðisfirði vígð

Bæjarfulltrúar, bæjarstjóri, alþingismenn og góðir gestir.

Í dag fögnum við merkum tímamótum þegar tekið er í notkun svo veglegt mannvirki sem ferjuhöfn fyrir farþegaferju á borð við Norrænu sem siglir um úthafið milli Íslands, Færeyja og meginlandsins.