Fundur á Hvammstanga
Sturla Böðvarsson ásamt Einari Kristni Guðfinnssyni og Guðnýju Helgu Björnsdóttur verða með fund í fundarröðinni „Verk að vinna“ á Hvammstanga í kvöld. Fundurinn verður haldinn á Gunnukaffi og hefst kl. 20.00.
Sturla Böðvarsson ásamt Einari Kristni Guðfinnssyni og Guðnýju Helgu Björnsdóttur verða með fund í fundarröðinni „Verk að vinna“ á Hvammstanga í kvöld. Fundurinn verður haldinn á Gunnukaffi og hefst kl. 20.00.
Ráðherrarnir Sturla Böðvarsson og Valgerður Sverrisdóttir efna til fundar um atvinnu- og samgöngumál á Hótel Ísafirði fyrir hádegi á mánudag.
Samgönguráðherra var við opnun Höfuðborgarstofu í nýuppgerðu Geysishúsi síðdegis í gær, föstudag. Þar var jafnframt verið að opna Upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjavík, en gerður hefur verið samningur milli Höfuðborgarstofu og Ferðamálaráðs um rekstur hennar sem ráðherra og borgarstjóri staðfestu sín á milli með handabandi. Jafnframt staðfestu þeir sín á milli samning Ferðamálaráðs og Höfuðborgarstofu um markaðs- og kynningarmál. Með þessum tveimur samningum er treyst samvinna á sviði ferðamála.
Samgönguráðherra er á Vestfjörðum í dag. Þegar hefur hann heimsótt Rörtækni á Ísafirði og Flugmálastjórn á Ísafjarðarflugvelli, en hann á m.a. eftir að fara á Flateyri og ræða við starfsmenn fiskvinnslunnar Kambs. Í kvöld verður ráðherra með opinn fund um samgöngumál í Félagsheimilinu á Patreksfirði kl. 20:00.
Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi verða með fund í kvöld og annað kvöld í fundarröðinni „Í framsætinu“. Í kvöld kl. 20:00 verður fundur á Hótel Ísafirði þar sem Sturla Böðvarsson verður með framsögu, síðan verður boðið upp á almennar umræður og mun ráðherra ásamt frambjóðandanum Einari K. Guðfinnssyni sitja fyrir svörum. Annað kvöld á sama tíma verður haldinn fundur í Félagsheimilinu á Patreksfirði.