Ráðherra í Skagafirði

Samgönguráðherra var í Skagafirði í gær. Hann heimsótti m.a. Vegagerðina á Sauðárkróki og ávarpaði málþing um ferðaþjónustu á Hólum í Hjaltadal. Um kvöldið héldu Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi fund um samgöngumál á Sauðárkróki þar sem ráðherra var með framsöguerindi. Að því loknu svaraði hann ásamt Einari Guðfinnssyni og Adolf Berndsen fyrirspurnum fundarmanna, sem voru af ýmsum toga.

Fundaröð í Norðvesturkjördæmi um sjávarútvegsmál

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem lauk síðastliðinn sunnudag var samþykkt tímamótaályktun um sjávarútvegsmál. Í ályktuninni kemur meðal annars fram breytt viðhorf varðandi líffræðilega fiskveiðistjórnun og ívilnun fyrir dagróðrabáta sem róa með línu.