Verksamningur um byggingu Fáskrúðsfjarðarganga undirritaður

Síðastliðinn föstudag var skrifað undir samning um byggingu Fáskrúðsfjarðarganga. Um er að ræða verulega samgöngubót sem stytta mun Suðurfjarðaveg um Austfirði um 34 km. Jafnframt er öryggi vegfarenda aukið til muna. Ljóst er að samgöngur á Suðurfjarðavegi milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar munu batna verulega með betri, breiðari og öruggari vegi.

Ráðherra á ferð um Austfirði í dag

Samgönguráðherra er á ferð um Austfirði í dag og skoðaði í morgun framkvæmdir við byggingu nýrrar ferjuhafnar á Seyðisfirði. Nýja Norræna kemur til með að leggjast þar að. Síðar í dag mun ráðherra líta á fyrirhugaðan gangamunna Fáskrúðsfjarðarmegin, við göngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Skrifað verður undir samning við Ístak hf. og E.Pihl & Sön í dag, en þeir koma til með að vinna verkið.

Samgönguáætlun markar tímamót

Eitt helsta verkefni mitt sem samgönguráðherra á kjörtímabilinu hefur verið að undirbúa og fá samþykkta á Alþingi eina samræmda samgönguáætlun fyrir landið í heild. Um er að ræða samræmda áætlun allra samgangna.

Vel sóttur fundur um samgöngumál

Samgönguráðherra boðaði til almenns fundar í Grundarfirði í gær, þriðjudag, um samgöngumál. Fundurinn var vel sóttur, um 75 manns, þrátt fyrir hvassviðri og rigningu.