Verksamningur um byggingu Fáskrúðsfjarðarganga undirritaður
Síðastliðinn föstudag var skrifað undir samning um byggingu Fáskrúðsfjarðarganga. Um er að ræða verulega samgöngubót sem stytta mun Suðurfjarðaveg um Austfirði um 34 km. Jafnframt er öryggi vegfarenda aukið til muna. Ljóst er að samgöngur á Suðurfjarðavegi milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar munu batna verulega með betri, breiðari og öruggari vegi.