Skýrsla nefndar um flutningskostnað

Samgönguráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun skýrslu um flutningskostnað. Aðdragandi að gerð skýrslunnar var sá að ríkisstjórnin fjallaði um flutningskostnað á fundi haustið 2001 og í framhaldi af því ákvað samgönguráðherra að skipa nefnd er skyldi fjalla um almennan flutningskostnað miðað við þarfir atvinnulífsins.

Skýrsla nefndar um samgöngur yfir Breiðafjörð

Niðurstöður nefndar um samgöngur yfir Breiðafjörð sem samgönguráðherra skipaði í júní sl. liggja nú fyrir. Nefndinni var annars vegar ætlað að leggja mat á þörfina fyrir flutninga með ferjum á siglingaleið Baldurs og hins vegar að meta nauðsynlega tegund skips til að mæta þeirri þörf.

Samgönguráðherra skipar nýjan vegamálastjóra

Samgönguráðherra hefur skipað Jón Rögnvaldsson í embætti vegamálastjóra frá og með 1. mars n.k. í stað Helga Hallgrímssonar, sem lætur þá af störfum eftir að hafa gegnt embættinu frá árinu 1992. Jón var valinn úr hópi sex umsækjenda.

Alþingi kemur saman að nýju

Alþingi Íslendinga kemur saman að nýju í dag, eftir jólafrí. Þinghald verður með styttra móti á þessu vorþingi, þar sem kosningar verða 10. maí n.k. Samkvæmt áætlun þingsins lýkur þinghaldi 14. mars n.k.