Tvöföldun Reykjanesbrautar

Það er vissulega ástæða til þess að fagna því að framkvæmdir eru hafnar við tvöföldun Reykjanesbrautar. Tvöföldun brautarinnar eykur afkastagetu umferðarmannvirkjanna og það sem meira er hún mun auka umferðaröryggi. Líklega má telja að umferðin aukist, því með þessari breiðu braut mun höfuðborgarsvæðið ná allt til byggðanna á Reykjanesi, sem hýsa Keflavíkurflugvöll, stærsta samgöngumannvirki okkar.

Varðveisla póstminja og frímerkja

Fyrir atbeina samgönguráðherra var undirritað í dag samkomulag um varðveislu frímerkja og póstminja er tengjast frímerkjaútgáfu milli Íslandspósts og Þjóðskjalasafns. Samkomulagið byggir á vinnu starfshóps samgönguráðuneytisins, Íslandspósts, Þjóðskjalasafns og Ríkisendurskoðunar.

Ár fatlaðra í Evrópu 2003

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tók ákvörðun um það snemma árs 2000 að árið 2003 yrði ár fatlaðra í Evrópu. Hugmyndin mun hafa komið frá samtökum fatlaðra í Evrópu. Gert er ráð fyrir að árið verði nýtt til þess að vekja athygli á hagsmunamálum fatlaðra og vinna að réttindamálum þeirra og kynna framlag fatlaðra til samfélagsins. Á þetta vil ég minna hér á heimasíðunni um leið og ég vek athygli á viðurkenningu sem Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vesturlandi fékk á degi fatlaðra 3.desember s.l.

Skoðanakönnun Gallup í Norðvesturkjördæmi

Gallup hefur birt skoðanakönnun sem framkvæmd var dagana 28. nóvember til 29. desember s.l. Samkvæmt henni er staða Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mjög sterk og fengi Sjálfstæðisflokkurinn fjóra þingmenn kjörna ef kosið væri núna.