Tvöföldun Reykjanesbrautar
Það er vissulega ástæða til þess að fagna því að framkvæmdir eru hafnar við tvöföldun Reykjanesbrautar. Tvöföldun brautarinnar eykur afkastagetu umferðarmannvirkjanna og það sem meira er hún mun auka umferðaröryggi. Líklega má telja að umferðin aukist, því með þessari breiðu braut mun höfuðborgarsvæðið ná allt til byggðanna á Reykjanesi, sem hýsa Keflavíkurflugvöll, stærsta samgöngumannvirki okkar.