Sturla sigurvegari

Niðurstöður prófkjörsins liggja fyrir. Sturla sigraði, Einar Kristinn er í öðru sæti, Einar Oddur í því þriðja, Guðjón í fjórða og Vilhjálmur í fimmta. Sigurinn er sérlega sætur eftir harða prófkjörsbaráttu. Sturla hefur lýst yfir ánægju sinni í fjölmiðlum í morgun með niðurstöðurnar í prófkjörinu. M.a. er haft eftir honum á mbl.is: „Ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að stýra lista sjálfstæðismanna í þessu nýja stóra kjördæmdi. Ég er auðvitað þakklátur mínum stuðningsmönnum. Þessi niðurstaða liggur fyrir, ég er ótvíræður sigurvegari í þessa prófkjöri,“ sagði Sturla Böðvarsson.

Nýtum tækifærið

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi er sterkur flokkur. Í honum er einvala hópur sem hefur lagt grunn að traustu fylgi hans á undanförnum áratugum, hver á sínum stað.

Prófkjörið er á morgun!

Nú styttist í að hinn margumræddi laugardagur, 9. nóvember, renni upp. Sturla er á ferð um kjördæmið í dag, líkt og undanfarnar vikur – og í raun líkt og undanfarin ár.

Stuðningsmenn Sturlu gefa út bækling

Í tilefni af prófkjöri sem fram fer næstkomandi laugardag, hafa stuðningsmenn Sturlu gefið út bækling. Þar er greint er frá helstu verkum hans sem þingmanns og ráðherra.

130 manns á fundi

Sturla hélt erindi á málstofu í Viðskiptaháskólanum á Bifröst fyrr í dag. Í erindi sínu fjallaði hann um tækifærin sem blasa við á sviði fjarskipta og ferðamála. Málstofan var mjög vel sótt af nemendum og starfsmönnum skólans, en u.þ.b. 130 manns sóttu fundinn.