Nýtt Flugráð

Samgönguráðherra hefur skipað nýtt Flugráð.  Ráðið er skipað frá og með 5. nóvember 2002.
 
 

Ný rannsóknarnefnd skipuð

Samgönguráðherra hefur skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka frekar flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000.  Nefndin er skipuð frá og með 5. nóvember 2002.

Fráleitt að ráðherra hafi afskipti af ákvörðun Símans

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna umræðna um meðferð stjórnar Símans á skýrslu Ríkisendurskoðunar varðandi mál tengd fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins. Yfirlýsing Sturlu birtist birtist í Morgunblaðinu í dag og er eftirfarandi:

Sturla gerir ekki athugasemd við ákvörðun stjórnar

Síminn sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar til fyrirtækisins um mál tengd fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins. Málið var rætt á Alþingi í gær, þar sem Sturla tók skýrt af skarið með að hann gerði ekki athugasemd við þá ákvörðun stjórnar Símans að meta það mikilvægara fyrir fyrirtækið að birta ekki skýrsluna. Í umræðunni á Alþingi sagði Sturla m.a.: „…stjórn Símans fer með þetta mál og það er í hennar höndum og ég treysti henni til þess að fara með það. Hún hefur ekkert að fela.“

Yfirlýsing stjórnar Símans fer hér á eftir.