Norrænn fundur um upplýsingamál

Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, sækir fund Norrænu ráðherranefndarinnar um upplýsingatækni sem haldinn er í Osló. Þar mun samgönguráðherra m.a. ræða sýn íslenskra stjórnvalda á verðlagningu gagnaflutninga.

Öryggisvika sjómanna – dagskrá

Öryggisvika sjómanna var haldin 26. september til 3. október síðastliðinn. Loka daginn var haldin ráðstefna þar sem ýmiss erindi voru flutt um öryggi og heilsu sjómanna um borð í skipum.

Ferðamálasamtök landshluta styrkt

Í fréttatilkynningu frá samgönguráðuneytinu kemur fram að kjölfar breyttra aðstæðna íslenskrar ferðaþjónustu eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 fékk samgönguráðherra samþykkta í ríkisstjórn 150 milljón króna aukafjárveitingu til að draga úr yfirvofandi samdrætti í ferðaþjónustunni. Hluta þeirrar fjárveitingar var veitt Ferðamálasamtökum Íslands og ferðamálasamtökum landshlutanna eins og kemur fram í eftirfarandi fréttatilkynningu frá samgönguráðuneytinu: