Úthlutun rása fyrir útvarp og sjónvarp

Höfundur Staksteina Morgunblaðsins veltir fyrir sér í blaðinu 18.2. s.l. hvers vegna samgönguráðherra hafi ekki leitað heimilda með lögum frá Alþingi til að selja útvarps- og sjónvarpsrásir fremur en að þeim verði úthlutað með útboði. 

Til fróðleiks fyrir lesendur BB

Tveir ágætir Ísfirðingar sendu mér tóninn í BB fyrir stuttu. Blaðamaðurinn H.J. sá ekki ástæðu til þess að grennslast fyrir um afstöðu mína til umræddra mála sem er að jafnaði háttur góðra fréttamanna. Ég vel því þann kostinn að senda þessar línur til lesenda BB og óska eftir að fá þær birtar.

Skipun nefndar um samgöngur til Vestmannaeyja.

Ég hef ekki lagt það í vana minn að elta ólar við skrif DV upp á síðkastið, en geri nú undantekningu um leið og ég svara meirihluta bæjarráðs í Vestmannaeyjum vegna bókunar bæjarráðsins í síðasta fundi þess. Ég vel að gera það á heimasíðu minni og vænti þess að hún verði lesin af viðkomandi áhugamönnum um samgöngumál.

Hvernig á að mynda byggðakjarna?

Í umræðum um byggðakjarna á Íslandi í tengslum við byggðaáætlun hefur verið talað um að þrír meginkjarnar væru skilgreindir á landsbyggðinni til mótvægis við höfuðborgarsvæðið. Þar er um að ræða Eyjafjarðarsvæðið með Akureyri sem meginkjarna, miðausturland og Ísafjörð.

Fjarskiptin eru í brennidepli

Um leið og ég sendi lesendum Vesturlands bestu jóla- og nýárskveðjur, með þakklæti fyrir samstarfið, vil ég rifja upp nokkur mikilvæg atriði sem varða landsbyggðina.