Safnahúsið Eyrartúni á Ísafirði opnað formlega

Íbúar Ísafjarðarkaupstaðar og aðrir gestir. Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Það er vissulega fagnaðarefni að Safnahúsið skuli í dag formlega opnað og það er vel viðeigandi að endurgerð Safnahússins njóti viðurkenningar ríkisstjórnarinnar, sem eitt af menningarhúsum landsins, með sérstökum samningi milli menntamálaráðuneytis og Ísafjarðarbæjar.

Bláfáninn til Stykkishólmshafnar

Góðir gestir,

Við Íslendingar eigum mikið undir því að varðveita umhverfi okkar og ganga þannig um auðlindirnar að þær endurnýist sem sjálfbærar þrátt fyrir nýtingu þeirrar. Hafnirnar eru lykill sjávarbyggðanna að auðlindum hafsins. Því skiptir það miklu máli að umhverfi þeirra og mannvirki beri með sér að snyrtimennska sé í heiðri höfð.

Ferðatorg 2003

Góðir gestir!

Það er mér sönn ánægja að opna Ferðatorg öðru sinni en það tókst með afbrigðum vel hér í Smáralind á síðasta ári.

Ferðatorgið er ein af mörgum aðferðum sem beitt er í markaðssetningu íslenskrar ferðaþjónustu fyrir Íslendinga og 6% aukning gistinátta innlendra ferðamanna á síðasta ári sannar að kynning sem þessi hefur mikið að segja.

Ræða ráðherra á aðalfundi SAF

Fundarstjóri, félagsmenn í SAF og aðrir fundargestir! Mér er það sérstök ánægja að ávarpa þennan glæsilega aðalfund SAF en þetta mun vera í fjórða sinn sem ég mæti á aðalfund ykkar sem ráðherra ferðamála og fer ekki á milli mála að fundurinn verður glæsilegri með ári hverju. Það er sérstaklega vel við hæfi að splunkunýtt hótel – Hótel Nordica, skuli skapa umgjörð þessarar þýðingarmiklu samkomu og óska ég öllum þeim sem að hótelinu koma innilega til hamingju!