Safnahúsið Eyrartúni á Ísafirði opnað formlega
Íbúar Ísafjarðarkaupstaðar og aðrir gestir. Gleðilegan þjóðhátíðardag.
Það er vissulega fagnaðarefni að Safnahúsið skuli í dag formlega opnað og það er vel viðeigandi að endurgerð Safnahússins njóti viðurkenningar ríkisstjórnarinnar, sem eitt af menningarhúsum landsins, með sérstökum samningi milli menntamálaráðuneytis og Ísafjarðarbæjar.