Nýjustu færslur

Snæfellsnes verði umhverfisvottaður áfangastaður ferðafólks

Samgönguráðuneytið hefur samið við fimm sveitarfélög á Snæfellsnesi um að Snæfellsnes verði fyrst svæða á Íslandi, gert að umhverfisvottuðum áfangastað ferðamanna. Gert er ráð fyrir að ferðamennska á svæðinu verði stunduð með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Stefnt er að vottun Green Globe 21, alþjóðlegra samtaka um sjálfbæra ferðaþjónustu, og munu samtökin koma að vottunarferlinu.

Samgöngur í tölum 2003

Samgönguráðuneytið hefur tekið saman nokkrar athyglisverðar staðreyndir um samgöngur og gert úr lítið kver undir nafninu „Samgöngur í tölum 2003“. Í kverinu er gerður ýmis samanburður og sýnd þróun ýmissa atriða í þeim málaflokkum sem falla undir samgönguráðuneytið; vegamálum, ferðamálum, flugmálum og siglingamálum auk fjarskiptamála.

Framkvæmdum flýtt – umferð komin á haustið 2004!

Vegagerðin og verktakafyrirtækin Háfell og Eykt hafa náð samkomulagi um að flýta verulega framkvæmdum við þverun Kolgrafafjarðar. Nú er því gert ráð fyrir að verkið verði unnið mun hraðar en upphaflega hafði verið áætlað, þannig að almennri umferð verður hleypt á haustið 2004 um nýjan veg og brú yfir Kolgrafafjörð.

Árangur Sturlu Böðvarssonar sem samgönguráðherra

Á kjörtímabilinu sem senn er að ljúka hafa verið samþykkt 47 frumvörp og þingslályktunartillögur. Í meðfylgjandi texta eru taldar upp þingsályktunartillögur og frumvörp sem annars vegar hafa verið lögð fram á tímabilinu og hins vegar samþykkt. Í lok textans er að finna súlurit þar sem borin eru saman samþykktar þingsályktunartillögur og frumvörp samgönguráðuneytisins á árunum 1987 – 2003.

1 107 108 109 110 111 172