Nýjustu færslur

Leiðbeiningar um gerð og uppbyggingu reiðvega

Á blaðamannafundi í morgun kynnti samgönguráðherra leiðbeiningarit Landssambands hestamannafélaga og Vegagerðarinnar um gerð og uppbyggingu reiðvega. Ekki hafa fyrr verið teknar saman svo ítarlegar upplýsingar um gerð reiðvega á einum stað.

Góðir fundir í Ólafsvík og Búðardal

Sturla hélt almennan fund um samgöngumál í Ólafsvík s.l. mánudagskvöld og í Búðardal í gærkvöld, þriðjudagskvöld. Báðir voru fundirnir vel sóttir, málefnalegir og urðu líflegar og skemmtilegar umræður að loknu framsöguerindi Sturlu. Vissulega var helst rætt um samgöngumál, í víðasta skilningi þess, en þó ekki síður um sjávarútvegsmál – sérstaklega í Ólafsvík.

Verksamningur um byggingu Fáskrúðsfjarðarganga undirritaður

Síðastliðinn föstudag var skrifað undir samning um byggingu Fáskrúðsfjarðarganga. Um er að ræða verulega samgöngubót sem stytta mun Suðurfjarðaveg um Austfirði um 34 km. Jafnframt er öryggi vegfarenda aukið til muna. Ljóst er að samgöngur á Suðurfjarðavegi milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar munu batna verulega með betri, breiðari og öruggari vegi.

1 114 115 116 117 118 172