Nýjustu færslur

Ráðherra á ferð um Austfirði í dag

Samgönguráðherra er á ferð um Austfirði í dag og skoðaði í morgun framkvæmdir við byggingu nýrrar ferjuhafnar á Seyðisfirði. Nýja Norræna kemur til með að leggjast þar að. Síðar í dag mun ráðherra líta á fyrirhugaðan gangamunna Fáskrúðsfjarðarmegin, við göngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Skrifað verður undir samning við Ístak hf. og E.Pihl & Sön í dag, en þeir koma til með að vinna verkið.

Samgönguáætlun markar tímamót

Eitt helsta verkefni mitt sem samgönguráðherra á kjörtímabilinu hefur verið að undirbúa og fá samþykkta á Alþingi eina samræmda samgönguáætlun fyrir landið í heild. Um er að ræða samræmda áætlun allra samgangna.

Samgönguáætlun markar tímamót

Eitt helsta verkefni mitt sem samgönguráðherra á kjörtímabilinu hefur verið að undirbúa og fá samþykkta á Alþingi eina samræmda samgönguáætlun fyrir landið í heild. Um er að ræða samræmda áætlun allra samgangna.

Vel sóttur fundur um samgöngumál

Samgönguráðherra boðaði til almenns fundar í Grundarfirði í gær, þriðjudag, um samgöngumál. Fundurinn var vel sóttur, um 75 manns, þrátt fyrir hvassviðri og rigningu.

Aukin útbreiðsla – lægra gjald

Nú í vikunni lagði ég fram frumvarp til laga um þriðju kynslóð farsíma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að úthlutað verði allt að fjórum tíðnum að loknu útboði gegn 190 milljón króna gjaldi, sem þó fer lækkandi með aukinni útbreiðslu. Þegar umræður hófust um þriðju kynslóð farsíma voru uppi miklar væntingar. Víða í Evrópu sáu menn í hyllingum möguleika þess að nýta hina nýju tækni til gagnaflutninga og myndsendinga. Jafnframt gerðu menn sér vonir um miklar tekjur af úthlutun tíðna.

1 115 116 117 118 119 172