Nýjustu færslur
Uppskeruhátíð ferðaþjónustu bænda
Dagana 11. og 12. nóvember var haldin uppskeruhátið ferðaþjónustu bænda. Báða dagana var haldin ráðstefna þar sem aðal umræðuefnið var umhverfisvæn ferðaþjónusta, hversu mikilvæg hún er fyrir ferðaþjónustuna og hennar ímynd.
Sturla Böðvarsson hélt við það tækifæri eftirfarandi ávarp:
Sturla sigurvegari
Niðurstöður prófkjörsins liggja fyrir. Sturla sigraði, Einar Kristinn er í öðru sæti, Einar Oddur í því þriðja, Guðjón í fjórða og Vilhjálmur í fimmta. Sigurinn er sérlega sætur eftir harða prófkjörsbaráttu. Sturla hefur lýst yfir ánægju sinni í fjölmiðlum í morgun með niðurstöðurnar í prófkjörinu. M.a. er haft eftir honum á mbl.is: „Ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að stýra lista sjálfstæðismanna í þessu nýja stóra kjördæmdi. Ég er auðvitað þakklátur mínum stuðningsmönnum. Þessi niðurstaða liggur fyrir, ég er ótvíræður sigurvegari í þessa prófkjöri,“ sagði Sturla Böðvarsson.
Nýtum tækifærið
Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi er sterkur flokkur. Í honum er einvala hópur sem hefur lagt grunn að traustu fylgi hans á undanförnum áratugum, hver á sínum stað.
Prófkjörið er á morgun!
Nú styttist í að hinn margumræddi laugardagur, 9. nóvember, renni upp. Sturla er á ferð um kjördæmið í dag, líkt og undanfarnar vikur – og í raun líkt og undanfarin ár.
Erindi Sturlu á Bifröst
Eins og fram hefur komið hér á síðunni, þá var vel sóttur fundur Sturlu á Bifröst í gær. Glærurnar hans eru hér aðgengilegar.