Nýjustu færslur

Hátíðarsamkoma vegna Green Globe vottunar Snæfellsness

Hátíðarsamkoma var haldin í Fjölbrautaskóla Snæfellinga sunnudaginn 8. júní vegna Green Globe  vottunar Snæfellsness. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis,  flutti við það tækfæri ræðu sem má lesa með því að smella á meira.

Ávarp forseta Alþingis við þingfrestun

Háttvirtir alþingismenn.

Senn lýkur störfum þessa vorþings og er það eins nærri starfsáætlun sem gerð var fyrir upphaf þingsins í haust og fært var.  Á þessu löggjafarþingi hafa nú við lok vorþingsins verið afgreidd sem lög 111 frumvörp og 22 þingsályktanir verið samþykktar. Fyrirhugað er þó að afgreiða fleiri þingmál áður en þessu löggjafarþingi lýkur, 30. september næstkomandi, þar sem sú breyting var gerð á þingsköpum í desember síðastliðnum að þing mun koma saman að nýju til framhaldsfundar 2. september og ljúka þá afgreiðslu mikilvægra mála eins og hv. þingmenn þekkja. Þó að þingfundum sé nú frestað er fram undan áframhaldandi starf þingmanna í fastanefndum og í kjördæmum. Ég vænti þess að þinghléið nýtist vel uns þingfundir hefjast að nýju í september.

Forseti Alþingis minnist látins fyrrverandi alþingismanns

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, minntist Alexanders Stefánssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, í ávarpi á Alþingi í gær, fimmtudaginn 29. maí 2008. 

Minningarorð forseta Alþingis má lesa í heild sinni hér að neðan: 

1 11 12 13 14 15 172