Nýjustu færslur
Fyrsti fundur samgönguráðs
Fyrr í dag kom saman í Þjóðmenningarhúsinu samgönguráð til fyrsta fundar. Samgönguráðherra sat fyrsta fundinn og fór yfir aðdragandann að skipan samgönguráðs. En með samþykkt laga á Alþingi í vor um samgönguáætlun varð sú grundvallarbreyting á skipulagi samgöngumála að nú mun samræming allra áætlana, þ.e. vegáætlun, flugmálaáætlun og hafnaáætlun, fara fram í samgöngráði og það gera tillögu til ráðherra um samgönguáætlun sem síðan verður lögð fram á Alþingi sem slík.
Ný Norræna sjósett í Lübeck
Í gær, laugardag, var sjósett í Lübeck í Þýskalandi ný Norræna. Skipið, sem er um 36.000 tonn að stærð, á að taka við af núverandi Norrænu í mars á næsta ári. Í hófi sem skipasmíðastöðin bauð til í tilefni sjósetningarinnar flutti samgönguráðherra eftirfarandi ávarp.
Áfangaskýrsla komin út
Með bréfi dags. 3. maí 2002 skipaði samgönguráðherra starfshóp til þess að fjalla um samgöngur til Vestmannaeyja með þarfir fólks og atvinnulífs í huga. Í hópinn voru skipuð Kristján Vigfússon, Siglingastofnun sem formaður, Guðjón Hjörleifsson, þáverandi bæjarstjóri Vestmannaeyjum, Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjum, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins, Sigmar Georgsson, formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja, Kristín Sigurbjörnsdóttir, Vegagerðinni, Haukur Hauksson, Flugmálastjórn, og Gísli Viggósson, Siglingastofnun. Með hópnum starfar einnig Kristján Sveinsson frá Siglingastofnun. Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóri í Reykjavík sat einnig fundi starfshópsins.Starfshópurinn hefur þegar haldið nokkra fundi og rætt við fjölmarga aðila sem koma að samgöngum til og frá Vestmannaeyjum.Á fyrsta fundi hópsins var lögð fram tillaga sem var samþykkt einróma um að skipta starfi og tillögum hópsins í tvennt. Annars vegar að líta til þeirra aðgerða sem hægt væri að grípa til með skömmum fyrirvara og hrinda í framkvæmd á næstu mánuðum og hins vegar tillögur um aðgerðir sem byggja á framtíðar skipulagi og/eða rannsóknum sem ekki er hægt að ljúka í nánustu framtíð.Starfshópurinn ákvað því að skipta tillögum sínum í tvennt og birta tvær skýrslur annars vegar þessa skýrslu og hins vegar skýrslu sem fjallar um framtíðarsýn samganga til og frá Eyjum. Starfshópurinn gerir ráð fyrir að skila þeirri skýrslu fyrir lok þessa árs.Hér á eftir gefur að líta stutta umfjöllun um þær tillögur sem starfshópurinn leggur til að ráðist verði í. Í fyrsta lagi að ferðum Herjólfs verði fjölgað, í öðru lagi að ráðist verði í verulegar endurbætur á aðstöðu á Bakkaflugvelli og loks að kannað verði hvort hagkvæmt sé að flugleiðin milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur verði boðin út.Áfangaskýrsla
Fréttatilkynning frá samgönguráðuneyti
Í tilefni af áliti umboðsmanns Alþingis vegna innheimtu skipagjalds, samkvæmt lögum um eftirlit með skipum, vill samgönguráðuneytið taka eftirfarandi fram:
Samgönguminjasafn á Skógum
Í tilefni opnunar samgönguminjasafns við Byggðasafnið á Skógum þann 20. júlí flutti samgönguráðherra eftirfarandi ávarp: