Nýjustu færslur
Samgönguráðherra kynnir framkvæmdir vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar
Á blaðamannafundi sem samgönguráðherra stóð fyrir á Hótel Keflavík, föstudaginn 17. maí, um framkvæmdir vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar kom m.a. fram eftirfarandi:
Samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar
Á hádegisverðarfundi SAF um Keflavíkurflugvöll undir yfirskriftinni ,, Er gjaldtaka á Keflavíkurflugvelli hamlandi fyrir íslenska ferðaþjónustu?“ kom eftirfarandi m.a. fram í ræðu ráðherra:
Mikilvægi ráðstefnuhúss fyrir ferðaþjónustuna
Ég vil í upphafi, þakka stjórn Ráðstefnuskrifstofu Íslands, fyrir að gangast fyrir þessum fundi hér í dag. Fundurinn er í raun haldinn í tilefni af 10 ára afmæli Ráðstefnuskrifstofunnar, og við hæfi að óska aðstandenum hennar til hamingju. Mér er vel ljóst mikilvægi þessa starfs sem unnið er á vegum Ráðstefnuskrifstofunnar, og tel að samstarf þessara 30 aðila sem að skrifstofunni standa, hafi skilað góðum árangri
Tímamótalög samþykkt frá Alþingi
Alþingi samþykkti í gær með 55 atkvæðum frumvarp samgönguráðherra til laga um samgönguáætlun. Markmið laganna er að samræma áætlanagerð við framkvæmdir og rekstur í samgöngumálum og skal það gert með samgönguáætlun til tólf ára.Með lagasetningu þessari verða vissulega tímamót í samgöngumálum, því með lögum þessum verður nú í fyrsta skipti unnið að áætlanagerð allra samgönguþátta þjóðarinnar á heildstæðan hátt. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að samgönguráðherra leggi á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun sem tekur til fjáröflunar og útgjalda til flugmála, vegamála og siglinga mála, þ.m.t. hafnamála og sjóvarna, og rekstrar stofnana.Lög um samgönguáætlun má nálgast í heild sinni á vef Alþingis. Lög um samgönguáætlun. Hér á eftir fer greinargerðin með frumvarpinu.
Afhending Fjölmiðlabikars Ferðamálaráðs
Fyrir um tuttugu árum síðan, í júní árið 1982, kviknaði sú hugmynd innan Ferðamálaráðs að veita árlega viðurkenningu, fjölmiðlabikarinn, fyrir umfjöllun um ferðamál í fjölmiðlum. Síðan þá hefur fjölmiðlabikarinn verið veittur – þó ekki árlega. Afstaðan hefur verið sú, að ef ekkert afgerandi hefur staðið uppúr, hefur verðlaunaveitingunni verið sleppt. Þessi háttur hefur verið hafður til að gera vægi viðurkenningarinnar meira en ella.