Nýjustu færslur

Forseti Alþingis sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis, stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í opinbera þágu.  Athöfnin fór fram á Bessastöðum að viðstaddri fjölskyldu forseta Alþingis, formanni og ritara orðunefndar þann 30. nóvember sl.

Tímabærar breytingar á þingsköpum Alþingis

Frumvarpið felur í sér tímabærar breytingar á þingsköpum Alþingis og er markmið þess að færa starfshætti Alþingis til nútímalegra forms, líkt því sem tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar

Ræða forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, í kvöldverðarboði forseta Íslands á Bessastöðum 1. des. 2007.

Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, flutti ávarp í kvöldverðarboði sem forseti Íslands hélt til heiðurs Alþingi 1. des. sl. Forseti Íslands býður alþingismönnum árlega til kvöldverðar á fullveldisdeginum til að leggja áherslu á það mikilvæga hlutverk sem Alþingi gegndi í  í baráttunni fyrir fullveldi landsins. Texti ræðunnar er birtur hér í heild.

Ávarp forseta Alþingis í tilefni aldarafmælis lagasetningar um skógrækt og landgræðslu

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, flutti í dag ávarp á hátíðarfundi í Salnum í Kópavogi, í tilefni aldarafmælis lagasetningar um skógrækt og landgræðslu.  Lögin um skógrækt og varnir gegn uppgræðslu lands nr. 54/1907, sem samþykkt voru af Alþingi þann 22. nóvember 1907 lögðu grunn að því starfi sem Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins, sem áður hét sandgræðsla ríkisins, hafa innt af hendi við uppgræðslu lands. Í lok hátíðarfundarins var bauð forseti Alþingis gestum til móttöku.

1 15 16 17 18 19 172