Nýjustu færslur

Framsöguræða um samgönguáætlun 2007 til 2018

Sturla Böðvarsson mælti fyrir samgönguáætlun áranna 2007 til 2018 á Alþingi síðastliðinn fimmtudag. Í kjölfarið tóku fjölmargir þingmenn til máls og stóðu umræður í hátt í tólf tíma. Ræðan fer hér á eftir: 

Vinnuhelgi í Hrútafirði

Síðast liðna helgi hittust frambjóðendur úr Norðvestur kjördæmi á vinnufundi á Staðarflöt í Hrútafirði. Forsætisráðherra kom í heimsókn og grunnur lagður að kosningabaráttunni. Í víðfemu kjördæmi koma frambjóðendur flestir langt að. Ljóst er að frambjóðendur sjálfstæðisflokksins í kjördæminu setja ekki fyrir sig að vakna snemma og sofna seint til þess að ná til kjósenda. Vinnutörninni lauk um miðjan dag á sunnudaginn eftir vel heppnaða fundi.

Hefja á endurskoðun ferðamálaáætlunar

Ákveðið hefur verið að hefja endurskoðun á ferðamála-áætlun 2006 til 2015 en hún var samþykkt á Alþingi á vordögum 2005. Gert var ráð fyrir því að endurskoðunin færi fram fyrir árslok 2009 en þar sem vel hefur gengið að hrinda verkefnum áætlunarinnar í framkvæmd hefur samgönguráðherra ákveðið að ráðist verði í endurskoðunina fyrr.

Rúmlega 380 milljarðar til samgöngumála á 12 árum

Samgönguáætlun 20007 til 2018 felur í sér stefnumótun og helstu markmið í samgöngumálum sem unnið skal að, skilgreiningu á grunnneti, áætlun um fjáröflun og yfirlit um útgjöld til helstu þátta í rekstri samgöngustofnana svo og við halds, öryggismála og nýframkvæmda á sviði flugmála, siglingamála og vegamála.

1 30 31 32 33 34 172