Nýjustu færslur

Ávarp á fjarskiptaþingi í Tyrklandi

Sturla Böðvarsson flutti í dag ávarp á allsherjarþingi Alþjóða fjarskiptasambandsins í Tyrklandi, ITU. Með ráðherra við upphaf þingsins er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og fulltrúar Póst- og fjarskiptastofnunar sem sitja út þingið fram eftir mánuðinum.
 

Mikill öryggisviðbúnaður hjá Svisslendingum

Sturla Böðvarsson kynnti sér í síðustu viku jarðgangahönnun og öryggismál í jarðgöngum í Sviss og voru með honum í för fulltrúar ráðuneytisins og Vegagerðarinnar. Farið var í Gotthards-jarðgöngin sem tengja norður- og suðurhluta landsins en um þau er einnig mikil umferð milli norður- og suðurhluta Evrópu.
 

Brýnt að auka framlög til markaðssetningar

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir brýnt að auka kynningu á Íslandi erlendis enda sé ferðaþjónustan mikilvæg atvinnugrein sem afli um 12% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. ,,Þess vegna er mikilvægt að við höldum áfram markaðsstarfi bæði austan hafs og vestan því það er alls staðar mikil samkeppni um ferðamenn,” segir ráðherra.
 

Aðgerðir gegn ofsaakstri

Þann 19.október svaraði samgönguráðherra óundirbúinni fyrirspurn Hjálmars Árnasonar alþingismanns aðgerðir gegn ofsaakstri eftirfarandi:

Þegar ég fékk það verkefni í ársbyrjun 2004 að samgönguráðuneytið sinnti umferðaröryggismálum, þá tók ég ákvörðun um að fella umferðaröryggisáætlunina strax inn í samgönguáætlun. Það var síðan gert og Alþingi samþykkti samgönguáætlun fyrir tímabilið 2005- 2008 með umferðaröryggisáætluninni inni þar sem verkefnin voru skýrt skilgreind og fjármunir ætlaðir til þeirra allra. Eftir þessari áætlun hefur verið unnið.

Við framkvæmd umferðaröryggisáætlunarinnar er samþættingu lagasetningar, eftirlits, áróðurs og vegabóta beitt til að ná hámarksárangri í baráttunni gegn umferðarslysum. Til að framfylgja núgildandi umferðaröryggisáætlun voru á síðasta þingi gerðar breytingar á umferðarlögunum og sneri það fyrst og fremst að ölvunar- og fíkniefnaneyslu ökumanna. Afar mikilvæg lagabreyting sem styrkir stöðu þeirra sem sinna þessu verkefni.

Markmið stjórnvalda með áformum og með umferðaröryggisáætlun er að ná niður slysum, að sjálfsögðu, og að því er unnið. En það er alveg ljóst að ofsaakstur og óvarkárni í umferðinni hefur leitt til þess að slys eru allt of tíð. Ofsaakstur er að mínu mati þetta mikilvæga verkefni sem við þurfum sérstaklega að beina sjónum okkar að. Hvers vegna er það? Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar fóru ökumenn í júní, júlí og ágústmánuði mjög hratt um marga þjóðvegi landsins. Þeir sem fóru á hraðanum 150 til 200 km á klukkustund á Esjumelunum voru nærri 1.200. Í Norðurárdal óku tæplega 500 ökumenn á þessu tímabili á hraðanum yfir 150 km. Á Reykjanesbrautinni óku 784 á 150 til 200 km hraða í mánuðunum júní, júlí og ágúst.

segir okkur að ástandið hjá ökumönnum er algerlega skelfilegt. Þess vegna er alveg hárrétt hjá hv. málshefjanda að við þurfum að beina sjónum okkar að því hvernig við getum komið í veg fyrir þennan ofsaakstur.

Reynsla annarra þjóða er sú að það er fyrst og fremst eftirlit og hörð viðurlög sem gagnast í baráttunni við ofsaaksturinn. Á þeim nótum vinna samgönguráðuneytið, Umferðarstofa og lögregla núna. Við vinnum hörðum höndum að því að gera breytingar og það er verið að undirbúa breytingar á umferðarlögunum til þess að skapa okkur enn sterkari aðstöðu, og þá sérstaklega lögreglu, til þess að beita þeim leiðum og þeim aðferðum sem talið er líklegt að dugi. Unnið er í samstarfi við lögreglu og Vegagerðina að því að forma aukið eftirlit lögreglu á völdum svæðum. Það er gert á grundvelli sérstaks samnings sem gerður var á milli Umferðarstofu, ríkislögreglustjóra og samgönguráðuneytisins þar sem út úr samgönguáætluninni eru teknir sérstakir fjármunir til að auka aðgerðir lögreglunnar. Unnið er að því að setja upp eftirlitsmyndavélar á þjóðvegunum og fylgjast þannig með umferðinni, taka myndir og skapa þannig skilyrði til aðgerða.

Í annan stað er unnið að því að herða viðurlög. Gefin verður út reglugerð á næstunni sem hækkar sektargreiðslur allverulega. Þetta er allt saman unnið í góðu samstarfi við ríkissaksóknara. Stefnt er að því að sú reglugerð taki gildi fljótlega og hún felur í sér hækkun á viðurlögum.

Í þriðja lagi, og það sem hv. málshefjandi nefndi, er unnið að því að gera breytingar á  lögum sem snúa að ungum ökumönnum til að takmarka réttindi þeirra, eins og hann nefndi réttilega að er mikilvæg aðgerð.

Eykur vonandi samskipti Bretlands og Íslands

Sturla Böððvarsson flutti síðastliðinn mánudag ávarp í London þegar hleypt var af stokkunum kynningarátakinu Iceland Naturally. Kom þar meðal annars fram að þar sem árangur af slíku átaki í Bandaríkjunum hefði reynst góður hefði verið ákveðið að hefja svipað átak í Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi. Ræða samgönguráðherra á ensku fer hér á eftir:

1 37 38 39 40 41 172