Sjálfstæðismenn haldi vöku sinni
Ég vil þakka ritstjórum Vesturlands fyrir að gefa mér tækifæri til þess að setja nokkrar línur í blaðið sem kemur út á Sjómannadaginn. Vil ég nota tækifærið og senda sjómönnum bestu óskir í tilefni dagsins. Það má með sanni segja að það gefi á bátinn hjá okkur Íslendingum um þessar mundir. Það er því ríkari ástæða til þess en nokkru sinni fyrr að við tryggjum hagsmuni okkar inná við og útá við með því að treysta á trúverðuga stefnu Sjálfstæðisflokkksins í málefnum þjóðarinnar.
Í áttatíu ár hefur Sjáfstæðisflokkurinn átt samleið með þjóðinni. Flokkurinn hefur ekki skipt um kennitölu líkt og vinstri flokkarnir gerðu eftir að hugmyndafræðin sem þeir reistu allt sitt á hrundi til grunna með Sovétinu og Framsókn riðaði til falls með SÍS.