sturla.is

Gestir hér á vef samgönguráðherra hafa tekið eftir því að lítil hreyfing hefur verið á vefnum að undanförnu. Ýmislegt liggur þar að baki, miklar annir í öðru, sem vissulega er ekki réttlætanleg afsökun, en einnig ýmsar breytingar, eins og fastagestir taka væntanlega eftir. Þeir sem hingað til hafa heimsótt vefinn á vesturland.is/sturla ættu að temja sér héðan í frá að fara á sturla.is …

Ráðherra opnar tilkynningakerfi

Ráðherra opnaði formlega fyrr í dag sjálfvirka tilkynningakerfið fyrir íslenska skipaflotann, en kerfi þetta kemur í stað hinnar hefðbundnu tilkynningarskyldu skipa.

Íslenskt handverk og ferðaþjónusta

Ráðherra opnaði í dag sýninguna "Íslenskt handverk og ferðaþjónusta". Sýningin er í Laugardalshöll og eru sýnendur alls staðar að af landinu, en einnig frá Grænlandi og Færeyjum. Við opnun sýningarinnar flutti ráðherra ræðu sem fer hér á eftir.

Ráðstefna um almenningssamgöngur

Í gær, fimmtudag, gekkst samgönguráðuneytið ásamt Vegagerðinni og Flugmálastjórn fyrir ráðstefnu um almenningssamgöngur. Ráðstefnan var haldin á Hótel Borgarnesi og sóttu hana hátt í hundrað manns.

Páskar að baki….

Eins og fastagestir á vef ráðherra hafa eflaust tekið eftir, hefur lítil sem engin hreyfing verið á vefnum um bænadagana. Skýringin er einföld, þ.e. páskafrí. Nú eru páskar að baki, og viðbúið að á næstu dögum fjölgi færslum hér á síðunni, ekki síst í ljósi þess að nú styttist í störfum Alþingis, en stefnt er að frestun þingfunda 11. maí. Gert er ráð fyrir Eldhúsdagsumræðum að kvöldi 10. maí.