Nýr fjölskyldumeðlimur

Þann 30. mars síðastliðinn fæddist dóttur minni, Elínborgu og eiginmanni hennar, Jóni Ásgeiri, yndislegur og heilbrigður sonur sem fengið hefur nafnið Kolbeinn Högni. Hann var 47 cm og 10 merkur við fæðingu enda fæddur nokkrum vikum fyrir tímann. Kolbeinn Högni braggast hins vegar vel og stækkar ört

Menningarsamningar við Vestfirði og Norðvestur land undirritaðir

Samgönguráðherra ásamt fulltrúum samtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra þeim Önnu G. Edvardsdóttir og Adolfi Berndsen, undirrituðu menningarsamninga við Vestfirði og Norðurland vestra í dag. Athöfnin fór fram á Stað í Hrútafirði að viðstöddum

Kosningasjónvarp og kosningaskrifstofa

Á laugardag tók Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þátt í kjördæmaþætti í beinni útsendingu á RÚV ásamt efstu mönnum á lista í kjördæminu. Áberandi voru rangfærslur Jóns Bjarnasonar og Guðbjartar Hannessonar um vegamál en í máli samgönguráðherra koma skýrt fram að á árunum 2003 til 2008 hefur verið bætt um betur og framlög til vegamála aukin um tæpa tíu milljarða.

Fundur og vinnustaðaheimsóknir í Grundarfirði

Í gærkvöldi hélt samgönguráðherra góðan fund á Krákunni í Grundarfirði. Margt bar á góma s.s. sjávarútvegsmál, samgöngumál og hæst bar umræðan um hvíldartíma ökumanna. Í dag var litið við á nokkrum vinnustöðum bæjarins.  Í heimsókn hjá Þórði Magnússyni mótorhjólaeiganda með meiru var þess krafist að ráðherran stillti sér upp á nýja fákinum sem stendur í kjallaranum, afraksturinn má sjá

Helgin á Sauðárkróki og Blönduósi

Samgönguráðherra eyddi helginni á Nordvesturlandi. Í hádeginu á laugardag var haldinn súpufundur á Kaffi Króki þar sem gestir fjölmenntu og ræddu við ráðherra um málefni samfélagsins á Sauðárkróki og í nágrenni. Um kvöldið var haldið á stórsýninguna ,,Tekið til kostanna“ sem var algjört augnakonfekt fyrir gesti og mikil menningarhátíð hestamanna.