Sumardagurinn fyrsti í Búðardal

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lagði leið sína á Jörvagleði 2007 í Búðardal á sumardaginn fyrsta.  Ráðherran drakk kaffi hjá kvenfélagskonum, skoðaði ljósmynda- og listaverkasýningu í gamla sláturhúsinu og var við opnun Leifsbúðar. Hinu ný uppgerða glæsilega húsnæði er m.a. ætlað að hýsa sýningu á sögu landnáms Íslands en Eiríksstaðanefnd hefur unnið ötullega að því að kynna Dalasýslu og sögu sýslunnar frá landnámstíð. Að því tilefni flutti Friðjón Þórðarsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður ræðu þar sem hann fór m.a. yfir sögu hússins. Ræðu Friðjóns má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Sjávarþorpið Suðureyri og Mjólkárvirkjun

Samgönguráðherra fer víða í starfi sínu m.a. til að kynna sér líf og starf íbúanna í landinu. Ómögulegt væri að gera grein fyrir öllum heimsóknum ráðherrans en skemmtilegt að gera grein fyrir a.m.k. hluta af öllu því góða fólki sem tekur á móti góðum gestum.  Í sjávarþorpinu Suðureyri hefur farið fram ótrúleg uppbygging á síðustu árum. Fyrirtæki og einstaklingar hafa tekið höndum saman og sameinað krafta sína í þeim tilgangi að laða ferðamenn í þorpið.

Farið um Ísafjörð og Bolungarvík

Eftir vel heppnaðan fund á Ísafirði í gærkvöldi hefur Sturla Böðvarsson notað tímann til þess að heimsækja kjósendur í Bolungarvík og á Ísafirði. Í hádeginu borðaði ráðherrann ásamt starfsfólkinu á Heilbrigðisstofnuninni á Ísafirði og hitti slökkvilið Ísafjarðarbæjar eftir hádegið. Jón Sigurpálsson leiddi ráðherra ferðamála um Edinborgarhúsið sem óðum er að taka á sig stórgæsilega mynd. Á myndasíðunni má sjá myndir frá heimsóknunum.

Guðbjarti Hannessyni svarað

Mér var bent á það að í Morgunblaðinu hafi birst grein eftir einn af frambjóðendum Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem hafi haldið því fram að ég hafi verið á móti gerð Hvalfjarðarganganna. Þegar að var gáð er Guðbjartur Hannesson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, höfundur þessa dæmalausa texa.  Hann virðist hafa valið sér óvin í komandi kosningabaráttu.  Óvinurinn og skotmarkið er samgönguráðherrann Sturla Böðvarsson.  Frambjóðandinn virðist ætla að tileinka sér aðferðina að tilgangurinn helgi meðalið.

Sturla Böðvarsson í hádegisviðtali Stöðvar 2

Föstudaginn 30. mars var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Í upphafi ræddi ráðherra um hversu góð samkeppnisstaða Íslands er  í ferðaþjónustunni og sérlega í samanburði við Norðurlöndin. Ráðherra greindi frá því að m.a. að ferðamálaáætlun hafi náð fram að ganga umfram þau markmið sem sett voru.