Sumardagurinn fyrsti í Búðardal
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lagði leið sína á Jörvagleði 2007 í Búðardal á sumardaginn fyrsta. Ráðherran drakk kaffi hjá kvenfélagskonum, skoðaði ljósmynda- og listaverkasýningu í gamla sláturhúsinu og var við opnun Leifsbúðar. Hinu ný uppgerða glæsilega húsnæði er m.a. ætlað að hýsa sýningu á sögu landnáms Íslands en Eiríksstaðanefnd hefur unnið ötullega að því að kynna Dalasýslu og sögu sýslunnar frá landnámstíð. Að því tilefni flutti Friðjón Þórðarsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður ræðu þar sem hann fór m.a. yfir sögu hússins. Ræðu Friðjóns má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.