Opinn fundur um samgöngumál haldinn í Grundarfirði

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hélt opinn fund um fjarskipta- og samgöngumál á Krákunni í Grundarfirði í gærkvöld. Jensína tók á móti fundarmönnum með heitu kaffi og fór vel um fundarmenn. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður urðu m.a. um fjarskiptamál, öxulþunga og burðargetu vega auk þess sem fundarmenn ræddu reglur um hvíldartíma ökumanna.

Ýmis nýmæli í lagafrumvarpi um veitinga- og gistihúsarekstur

Sturla Böðvarsson mælti í gær á Alþingi fyrir lagafrumvarpi um breytingar á skipan ákveðinna þátta í veitinga- og gistihúsarekstri og skemmtanahaldi. Miðar frumvarpið að því að allar leyfisveitingar á þessum sviðum verði einfaldaðar. Málið var afgreitt til samgöngunefndar á þingfundi í dag, þriðjudag.

Samgönguáætlanir komnar til samgöngunefndar

Hér fer á eftir framsöguræða Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um fjögurra ára samgönguáætlun áranna 2007 til 2010 sem hann flutti á Alþingi síðdegis í gær, mánudag. Margir þingmenn tóku síðan til máls og var málið rætt fram á kvöld. Á Þingfundi í dag, þriðjudag, var áætluninni vísað til meðferðar í samgöngunefnd. Þar er einnig til meðferðar samgönguáætlun fyrir árin 2007 til 2018.

Framsöguræða um samgönguáætlun 2007 til 2018

Sturla Böðvarsson mælti fyrir samgönguáætlun áranna 2007 til 2018 á Alþingi síðastliðinn fimmtudag. Í kjölfarið tóku fjölmargir þingmenn til máls og stóðu umræður í hátt í tólf tíma. Ræðan fer hér á eftir: 

Vinnuhelgi í Hrútafirði

Síðast liðna helgi hittust frambjóðendur úr Norðvestur kjördæmi á vinnufundi á Staðarflöt í Hrútafirði. Forsætisráðherra kom í heimsókn og grunnur lagður að kosningabaráttunni. Í víðfemu kjördæmi koma frambjóðendur flestir langt að. Ljóst er að frambjóðendur sjálfstæðisflokksins í kjördæminu setja ekki fyrir sig að vakna snemma og sofna seint til þess að ná til kjósenda. Vinnutörninni lauk um miðjan dag á sunnudaginn eftir vel heppnaða fundi.