Opinn fundur um samgöngumál haldinn í Grundarfirði
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hélt opinn fund um fjarskipta- og samgöngumál á Krákunni í Grundarfirði í gærkvöld. Jensína tók á móti fundarmönnum með heitu kaffi og fór vel um fundarmenn. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður urðu m.a. um fjarskiptamál, öxulþunga og burðargetu vega auk þess sem fundarmenn ræddu reglur um hvíldartíma ökumanna.
Síðast liðna helgi hittust frambjóðendur úr Norðvestur kjördæmi á vinnufundi á Staðarflöt í Hrútafirði. Forsætisráðherra kom í heimsókn og grunnur lagður að kosningabaráttunni. Í víðfemu kjördæmi koma frambjóðendur flestir langt að. Ljóst er að frambjóðendur sjálfstæðisflokksins í kjördæminu setja ekki fyrir sig að vakna snemma og sofna seint til þess að ná til kjósenda. Vinnutörninni lauk um miðjan dag á sunnudaginn eftir vel heppnaða fundi.