Safnahúsið Eyratúni á Ísafirði opnað

Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði hefur fengið nýtt hlutverk en á þjóðhátíðardaginn var opnað nýtt safnahús Ísfirðinga sem ber heitið Safnahúsið Eyratúni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði húsið formlega að viðstöddu fjölmenni.

Stykkishólmshöfn fyrst hafna á Íslandi með Bláfánann

Höfnin í Stykkishólmi verður fyrst hafna á Íslandi til að fá Bláfánann. Formaður Landverndar, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir afhendir bæjarstjóranum í Stykkishólmi, Óla Jóni Gunnarssyni, Bláfánann við sérstaka athöfn við höfnina í Stykkishólmi í dag, 13. júní kl. 16.00.

Lækningabók sjófarenda er komin út

Út er komin hjá Siglingastofnun Íslands Lækningabók sjófarenda. Útgáfa bókarinnar er þáttur í framkvæmd langtímaáætlunar í öryggismálum sjófarenda fyrir árin 2001-2003, sem samþykkt var á Alþingi hinn 19. maí 2001.

Fundir um ný hafnalög

Á undanförnum dögum hafa verið haldnir þrír kynningarfundir víða um landið á vegum samgönguráðuneytisins um ný hafnalög og fleira sem tengist hafnamálefnum. Síðasti fundurinn verður haldinn á morgun, föstudaginn 13. júní kl. 13:00-15:30 á Hótel KEA, Akureyri.

Nýr ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu

Samgönguráðherra hefur skipað Ragnhildi Hjaltadóttur í embætti ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins frá og með 1. júní nk. Tekur hún við af Halldóri S. Kristjánssyni, sem hefur verið staðgengill Jóns Birgis Jónssonar ráðuneytisstjóra frá áramótum.