Snæfellsnes verði umhverfisvottaður áfangastaður ferðafólks
Samgönguráðuneytið hefur samið við fimm sveitarfélög á Snæfellsnesi um að Snæfellsnes verði fyrst svæða á Íslandi, gert að umhverfisvottuðum áfangastað ferðamanna. Gert er ráð fyrir að ferðamennska á svæðinu verði stunduð með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Stefnt er að vottun Green Globe 21, alþjóðlegra samtaka um sjálfbæra ferðaþjónustu, og munu samtökin koma að vottunarferlinu.