95 störf flutt út á land

Skömmu fyrir áramót var tekið saman hvernig staðið hefur verið að flutningi starfa út á land af hálfu stofnana á vegum samgönguráðuneytisins og fyrirtækja er undir það heyra. Samgönguráðherra setti fram í bréfi, dags. 26. október 1999, til undirstofnana samgönguráðuneytisins, Landssíma Íslands hf. og Íslandspósts hf. þá skýru stefnu að leita skyldi leiða til að flytja störf út á landsbyggðina. í bréfinu sagði m.a.:

Áramótakveðja

Sendi vinum og samstarfsfólki mínu óskir um gleðilegt nýtt ár með þakklæti fyrir gott samstarf og stuðning á liðnu ári. Megi komandi ár færa ykkur gleði og gæfu.

Ferðamálasjóður lagður niður

Frá og með 1.janúar 2003 verður Ferðamálasjóður lagður niður í núverandi mynd. Frá þeim degi verða eignir og skuldir sjóðsins yfirteknar af ríkissjóði og umboð stjórnar Ferðamálasjóðs fellt niður. Sparisjóður Mýrasýslu hefur haft umsjón með innheimtu og bókhaldi fyrir Ferðamálasjóð og ekkert er því til fyristöðu að svo verði áfram í umboði Byggðastofnunar.

Mannabreytingar í samgönguráðuneyti

Halldór S. Kristjánsson, staðgengill ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytis, hefur verið settur ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu frá og með 1. janúar n.k. til allt að sex mánaða en Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri, hefur fengið leyfi frá störfum til sama tíma. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri, mun á sama tímabili gegna stöðu staðgengils ráðuneytisstjóra.