Breytingar á Markaðsráði ferðaþjónustunnar
Samningur um Markaðsráð ferðaþjónustunnar rennur úr gildi um næstkomandi áramót, og í kjölfarið verður það lagt niður í núverandi mynd.
Samningur um Markaðsráð ferðaþjónustunnar rennur úr gildi um næstkomandi áramót, og í kjölfarið verður það lagt niður í núverandi mynd.
Útboðsgögn fyrir gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar verða send út í næstu viku til þeirra verktaka sem valdir hafa verið til þátttöku í útboði eftir forval. Útboðsgögn vegna jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða hins vegar send verktökum í lok febrúar, eftir opnun tilboða í fyrri göngin.
Samningafundur var haldinn í Borgartúni þann 10. des. sl. þar sem vegamálastjóri f.h. Vegagerðarinnar, sem verkkaupa, undirritaði samning við Háafell ehf., Jarðvélar sf., og Eykt ehf., sem vertaka, að viðstöddum samgönguráðherra.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins getur ekki á þessu stigi gripið inn í samhljóða ákvörðun kjörnefndar og stjórnar kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir prófkjör flokksins í haust.
Samgönguráðherra hefur skipað nýtt hafnaráð. Í fyrsta skipti í sögu hafnaráðs er kona skipuð sem formaður, Sigríður Finsen, hagfræðingur. Sigríður lauk BS gráðu frá háskolanum í York 1981 og M.Sc. gráðu frá London School of Economics 1985.