Samgönguráðherra á ferð um Skagaströnd

Ráðherra kom víða við á ferð sinni um Skagaströnd í dag, undir leiðsagnar Lárusar Ægis framkvæmdastjóra Örva. Hann heimsótti rafmagnsverkstæðið Neistann, vélaverkstæði Karls Berndsen, rækjuvinnslu Skagstrendings, fiskvinnsluna Norðurströnd og dvalarheimili aldraða á staðnum. Sjá má myndir frá heimsókninni á síðunni Myndaalbúm.

Hólmavík og Skagaströnd í dag

Samgönguráðherra er á ferð um Hólmavík og Skagaströnd í dag, þriðjudag. Í morgun hefur Sturla fundað með sveitarstjóranum á Hólmavík, Ásdísi Leifsdóttur og farið um bæinn með henni. Sjúkrahúsið og heilsugæslan hafa verið heimsótt, starfsstöð Orkubús Vestfjarða, embætti sýslumanns og lögreglustöðin svo og rækjuvinnsla Hólmadrangs.
 
Síðar í dag verður ráðherra á Skagaströnd.

Ráðherra á ferð um Norðvesturkjördæmið í kjördæmaviku

Ráðherra kom víða við í kjördæmavikunni í hinu nýja Norðvesturkjördæmi. Hann heimsótti fyrirtæki á Grundarfirði, Snæfellsnesi og Akranesi. Hélt fund á Hvammstanga og heimsótti fyrirtæki í Búðardal, Reykhólasveit, Vesturbyggð, Ísafirði og Bolungarvík.

Samgönguráðherra leggur áherslu á aukið umferðaröryggi

Samgönguráðherra hefur ritað vegamálastjóra bréf í tilefni þess að Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur sent ráðuneytinu álit.  Í bréfi ráðherra kemur m.a. fram að ráðherra telur ábendingar nefndarinnar mjög alvarlegar og taka beri eins mikið tillit til þeirra og unnt sé. Hér á eftir fara bréf Rannsóknarnefndar umferðaslysa til ráðuneytisins og bréf samgönguráðherra til vegamálastjóra.

Alþingiskosningar undirbúnar

Stjórnmálaflokkar undirbúa um þessar mundir val á framboðslista vegna alþingiskosninga.  Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa ákveðið að viðhafa prófkjör 9. nóvember næstkomandi.