Málþing um samgönguáætlun 2003 – 2014

Ágætu málþingsfulltrúar.Ég vil bjóða ykkur velkomin til þessa málþings og þá sérstaklega Jack Short framkvæmdastjóra Evrópusamtaka samgönguráðherra, sem var svo vinsamlegur að mæta til málþingsins og flytja hér fyrirlestur. Þá vil ég skipa sem fundarstjóra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur alþingismann sem sæti á í samgöngunefnda þingsins.

Greinargerð RNF um björgunarþátt Skerjafjarðarslyssins

Ráðuneytinu hefur borist greinargerð Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF), um björgunarþátt flugslyss, er flugvélin TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst 2000.Samgönguráðherra beindi tilmælum til RNF í ágúst 2001, að nefndin skoðaði frekar björgunarþátt slyssins. Nefndin varð við þeim tilmælum og kallaði tvo sérfræðinga til starfa með nefndinni samkvæmt ábendingu landlæknis, læknana Jón Baldursson og Sigurð Á. Kristinsson.

Uppfært um gervihnattarsamband

Ráðherra er nú í heimsókn hjá Þór Þorsteinssyni og Guðrúnu Björk Friðriksdóttur, á Skálparstöðum í Lundarreykjadal, en þar hefur heimilisfólkið haft 2 Mb/s netsamband við umheiminn um gervihnött.