Nýjustu færslur

Skráning á afli aðalvéla skipa

Samgönguráðuneytið setti nýlega reglugerð um eftirlit og skráningu á afli aðalvéla íslenskra skipa, nr. 610/2003. Fjallað er um reglugerðina og tilefni að setningu hennar á heimasíðu Siglingastofnunar.

Forgangsröðun í samgöngumálum

Forgangsröðun vegaframkvæmda er vinsælt umræðuefni. Kröfur um umbætur á vegakerfinu, til aukins öryggis, eru stöðugt vaxandi eins og eðlilegt er og hefur verið gert mikið átak á því sviði og verður áfram samkvæmt nýsamþykktri samgönguáætlun.

Bæringsstofa í Grundarfirði

Þann 25. júlí síðastliðinn var Bæringsstofa í Grundarfirði formlega opnuð af samgönguráðherra. Við það tækifæri var sett af stað myndasýning með ljósmyndum Bærings Cecilssonar, ljósmyndara í Grundarfirði úr bæjarlífinu í Grundarfirði og mannlífi á Snæfellsnesi.

Setning 6. Unglingalandsmóts UMFÍ 1. ágúst 2003

Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff. Formaður UMFÍ. Ágætu Unglingalandsmótsgestir. Ég vil bera ykkur góðar kveðjur frá menntamálaráðherra, Tómasi Inga Olrich, en hann hafði ekki tök á að vera hér í dag.

Heimsókn ráðherra til Kaupmannahafnar

Samgönguráðherra dvaldi í Kaupmannahöfn dagana 18-21 júlí, þar sem hann fundaði með aðilum í ferðaþjónustu. Með honum í för var Magnús Oddsson ferðamálastjóri.

1 102 103 104 105 106 172