Nýjustu færslur
Nýr ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu
Samgönguráðherra hefur skipað Ragnhildi Hjaltadóttur í embætti ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins frá og með 1. júní nk. Tekur hún við af Halldóri S. Kristjánssyni, sem hefur verið staðgengill Jóns Birgis Jónssonar ráðuneytisstjóra frá áramótum.
Sturla Böðvarsson verður áfram samgönguráðherra
Í nýju ríkisstjórninni verður Sturla áfram samgönguráðherra. Davíð Oddsson verður forsætisráðherra fram til 15. september 2004 þegar Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins tekur við. Geir H. Haarde verður áfram fjármálaráðherra og Árni M. Mathiesen verður áfram sjávarútvegsráherra.
Þökkum stuðninginn!
Við sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi viljum þakka öllum þeim sem sýndu okkur stuðning í kosningunum 10. maí. Sérstaklega langar okkur að þakka þeim fjölmörgu stuðningsmönnum okkar sem unnu ómetanlegt starf í aðdraganda kosninga.
Úrslit alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi
Sjálfstæðisflokkurinn fékk langflest atkvæði í þingkosningunum í Norðvesturkjördæmi eða 29,6%. Samfylkingin fékk 23,2%, Framsóknarflokkurinn 21,7%, Frjálslyndi flokkurinn 14,2%, Vinstrihreyfingin – grænt framboð 10,6% og Nýtt afl 0,7%.
Alþingiskosningar í dag
Stóri dagurinn er runninn upp, alþingiskosningar eru í dag. Sturla ásamt öðrum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi er búinn að vera á ferð um kjördæmið undanfarnar vikur þar sem hann hefur rætt við kjósendur bæði á fundum og á vinnustöðum.