Nýjustu færslur

Samgöngur á nýrri öld

Út er komið rit á vegum samgönguráðuneytisins um það sem gerst hefur í meginatriðum á undanförnum árum í málaflokkum er heyra undir ráðuneytið. Fyrst og fremst er litið til síðustu fjögurra ára, en jafnframt er litið fram á veginn.

Lagt til að stofnað verði sameiginlegt dreifingarfyrirtæki

Starfshópur sem samgönguráðherra skipaði til að gera tillögu um innleiðingu stafræns sjónvarps á Íslandi hefur skilað tillögum sínum. Meginniðurstaða starfshópsins er að stjórnvöld hafi forgöngu um stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis aðila á sjónvarpsmarkaði þar sem allir aðilar hefðu jafnan aðgang að dreifingu myndefnis.

Ferðatorg 2003

Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, setti Ferðatorg 2003 föstudaginn 2. maí s.l. í Smáralind í Kópavogi. Við sama tækifæri afhenti ráðherrann Ferðamálasamtökum Íslands styrk til markaðsátaks innanlands á þessu ári. Styrkurinn nemur alls 16 milljónum króna eða
2 milljónum á hver landshlutasamtök.

Menningarvefur ferðaþjónustunnar

Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu hafa undirritað samkomulag um að Snorrastofa geri sérstakan menningarvef ferðaþjónustunnar. Samkomulagið er til komið vegna samstarfs iðnaðarráðuneytis og samgönguráðuneytis um eflingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem hluta af byggðaáætlun.

Ferðatorg 2003

Góðir gestir!

Það er mér sönn ánægja að opna Ferðatorg öðru sinni en það tókst með afbrigðum vel hér í Smáralind á síðasta ári.

Ferðatorgið er ein af mörgum aðferðum sem beitt er í markaðssetningu íslenskrar ferðaþjónustu fyrir Íslendinga og 6% aukning gistinátta innlendra ferðamanna á síðasta ári sannar að kynning sem þessi hefur mikið að segja.

1 108 109 110 111 112 172