Nýjustu færslur
Vega- og fjarskiptasamband mál málanna
Sturla, ásamt Einari Kristni og Adolf Berndsen, var með opinn fund um samgöngumál í Félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöld, sunnudagskvöld.
Fundir um samgöngumál í kvöld og næstkomandi sunnudagskvöld
Samgönguráðherra verður með opinn fund um samgöngumál í kvöld kl. 20:00 á Café Riis, Hólmavík og í Félagsheimilinu á Blönduósi á sama tíma, næstkomandi sunnudagskvöld.
Ræða ráðherra á aðalfundi SAF
Fundarstjóri, félagsmenn í SAF og aðrir fundargestir! Mér er það sérstök ánægja að ávarpa þennan glæsilega aðalfund SAF en þetta mun vera í fjórða sinn sem ég mæti á aðalfund ykkar sem ráðherra ferðamála og fer ekki á milli mála að fundurinn verður glæsilegri með ári hverju. Það er sérstaklega vel við hæfi að splunkunýtt hótel – Hótel Nordica, skuli skapa umgjörð þessarar þýðingarmiklu samkomu og óska ég öllum þeim sem að hótelinu koma innilega til hamingju!
Fundaröð í Norðvesturkjördæmi um sjávarútvegsmál
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem lauk síðastliðinn sunnudag var samþykkt tímamótaályktun um sjávarútvegsmál. Í ályktuninni kemur meðal annars fram breytt viðhorf varðandi líffræðilega fiskveiðistjórnun og ívilnun fyrir dagróðrabáta sem róa með línu.
Fundir um öryggismál sjómanna haldnir víðs vegar um landið
Málfundir um öryggismál sjómanna verða haldnir víða um land á árinu. Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir sem láta sig öryggi sjómanna varða eru hvattir til að mæta og koma sjónarmiðum sínum að.