Nýjustu færslur
Miðstjórn grípur ekki inn í
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins getur ekki á þessu stigi gripið inn í samhljóða ákvörðun kjörnefndar og stjórnar kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir prófkjör flokksins í haust.
Stafrænt sjónvarp
Ekki er nokkrum vafa undirorpið að stafræn tækni í sjónvarpsþjónustu mun valda þáttaskilum í þróun sjónvarps hér á landi á næstu árum. Helstu kostir stafræns sjónvarps, umfram núverandi hliðrænt kerfi, eru betri mynd- og hljóðgæði, bætt nýting ljósvakans, öruggara kerfi, lægri kostnaður við dreifingu, auðveldari samruni við önnur fjarskipti, fleiri kostir fyrir upplýsingasamfélagið og aukinn möguleiki á gagnvirkni.
Nýtt hafnaráð – kona í fyrsta skipti formaður
Samgönguráðherra hefur skipað nýtt hafnaráð. Í fyrsta skipti í sögu hafnaráðs er kona skipuð sem formaður, Sigríður Finsen, hagfræðingur. Sigríður lauk BS gráðu frá háskolanum í York 1981 og M.Sc. gráðu frá London School of Economics 1985.
Nýr búnaður tekinn í notkun á Reykjavíkurflugvelli
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SAS) var afhent á Reykjavíkurflugvelli í dag nýjan og sérútbúinn flugvallarslökkvibíl og tvo fullkomna björgunarbáta.
Samið um lagningu FARICE
Í dag þriðjudaginn 26. nóvember 2002 verður skrifað undir samning um lagningu nýs sæstrengs, FARICE, milli Íslands, Færeyja og Skotlands.