Nýjustu færslur
Samgönguráðherra á ferð um Skagaströnd
Ráðherra kom víða við á ferð sinni um Skagaströnd í dag, undir leiðsagnar Lárusar Ægis framkvæmdastjóra Örva. Hann heimsótti rafmagnsverkstæðið Neistann, vélaverkstæði Karls Berndsen, rækjuvinnslu Skagstrendings, fiskvinnsluna Norðurströnd og dvalarheimili aldraða á staðnum. Sjá má myndir frá heimsókninni á síðunni Myndaalbúm.
Þverun Kolgrafarfjarðar
Ráðherra var send fyrirspurn frá Ásgeiri Valdimarssyni um þverun Kolgrafarfjarðar og hvenær gera megi ráð fyrir að verkið verði boðið út.
Hólmavík og Skagaströnd í dag
Samgönguráðherra er á ferð um Hólmavík og Skagaströnd í dag, þriðjudag. Í morgun hefur Sturla fundað með sveitarstjóranum á Hólmavík, Ásdísi Leifsdóttur og farið um bæinn með henni. Sjúkrahúsið og heilsugæslan hafa verið heimsótt, starfsstöð Orkubús Vestfjarða, embætti sýslumanns og lögreglustöðin svo og rækjuvinnsla Hólmadrangs.
Síðar í dag verður ráðherra á Skagaströnd.
Fyrsti raunverulegi ferðamálaráðherrann
Þegar Sturla Böðvarsson settist í stól samgönguráðherra vissi ég af reynslu að með honum fengjum við sem störfum að ferðamálum loksins mann sem myndi sinna ferðamálum að kunnáttu og framsýni.
Ráðherra á ferð um Norðvesturkjördæmið í kjördæmaviku
Ráðherra kom víða við í kjördæmavikunni í hinu nýja Norðvesturkjördæmi. Hann heimsótti fyrirtæki á Grundarfirði, Snæfellsnesi og Akranesi. Hélt fund á Hvammstanga og heimsótti fyrirtæki í Búðardal, Reykhólasveit, Vesturbyggð, Ísafirði og Bolungarvík.