Nýjustu færslur
Samgönguráðherra skipar nefnd um framtíð Breiðafjarðarferjunnar Baldurs
Árið 1989 var Breiðafjarðarferjan Baldur tekin í notkun og hóf siglingar milli Brjánslækjar og Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Rekstur ferjunnar var boðinn út árið 2000 og gildir sá samningur til ársloka 2003 með heimild til framlengingar til ársins 2005. Með hliðsjón af núverandi vegáætlun og skv. upplýsingum Vegagerðarinnar er líklegt að vegurinn austur Barðaströnd verði að jafnaði vetrarfær árið 2004 og síðar.
Almennur fundur á Blönduósi á fimmtudag
Samgönguráðherra heldur almennan fund um samgöngumál á veitingastaðnum Við Árbakkann á Blönduósi á fimmtudaginn kemur, þ.e. 5. september, kl. 20.30. Fundurinn er opinn og eru allir að sjálfsögðu velkomnir. Fyrst mun ráðherra halda framsögu um stöðu mála er tilheyra hans málaflokki, þ.e. ferðamál, fjarskipti, flugmál, hafnamál og vegamál. Þá mun fundargestum gefast færi á að leggja spurningar fyrir ráðherra.Á fundinum verður boðið upp á kaffi.
Fjórðungsþing Vestfirðinga
Föstudaginn 30.ágúst og laugardaginn 31.ágúst var haldið Fjórðungsþing Vestfirðinga í Bolungarvík. Þar voru til umfjöllunar byggðamálin ásamt með öðrum megin hagsmunamálum byggðanna á Vestfjörðum.
Þrjú fyrirtæki heimsótt
Samgönguráðherra er nú staddur á Ísafirði, í tengslum við Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið er í Bolungarvík í dag og á morgun. Í morgun heimsótti ráðherra þrjú fyrirtæki á Ísafirði, rækjuverksmiðjuna Miðfell, sushiverksmiðjuna Sindraberg og verksmiðju 3X-stál.
Vel sóttur fundur í Finnabæ
Samgönguráðherra hélt í kvöld almennan fund um samgöngumál á veitingastaðnum Finnabæ í Bolungarvík.